Vilt þú gera vel við starfsfólkið þitt?
Er þitt fyrirtæki að skipuleggja skemmtun eða fund. Við hjálpum ykkur að þjappa hópnum saman. Reykjavík Tourist Information býður fyrirtækjum upp á skemmtilegustu starfsmannaferðirnar.
Okkar sérhæfni er að sníða viðburðinn eftir ykkar óskum, ekkert verkefni er of smátt eða stórt fyrir okkur.
Leyfðu okkur að hjálpa þér að skipuleggja bestu starfsmannaferðina.
Árshátíðir
Árshátíð er tilvalið tækifæri til að fagna árinu sem leið innan fyrirtækisins. Það er tilvalið að bæta við stórskemmtilegum ferðum til að hrista saman hópinn. Við getum hjálpað þér að setja saman árshátíð eða árshátíðarferð sem enginn starfsmaður mun gleyma.
Hvataferðir
Hvataferðir eru frábært tækifæri til að blása lífi í fyrirtækið og setja bros á vör starfsmanna þinna. Við leggjum mikla áherslu á skipulag og stórt úrval möguleika til að hjálpa þér að gera hvataferðina eins hvetjandi og hægt er.
Fundir
Það getur verið gott að færa stærri og mikilvægari fundi yfir í skemmtilegri dagskrá inná milli funda. Við getum aðstoðað þig við það að breyta vinnufundinum í vinnuskemmtun sem skilur alla fundarmenn eftir með bros á vör.
Hópefli
Hópeflisferðir eru lykilatriði í því að hrista saman starfsfólk í öllum deildum fyrirtækisins. Samvinna og jákvæðni eru stór partur af velgengni í starfi og rekstri. Hópeflisferðirnar sem við getum skipulagt fyrir þig og þitt fyrirtæki stuðla að því að byggja upp sterka heild af teymi sem getur sigrað heiminn.